Uppsjávarskipið Huginn VE er nú við tilraunaveiðar á Norrænni gulldeplu, sem einnig er kölluð Laxsíld. Gulldepla er afar smár fiskur, 6-7 cm á lengd og eins og gefur að skilja hafa veiðar ekki gengið sérlega vel enda erfitt að ná fisknum. Áhöfnin á Huginn þarf þó ekki að leita langt yfir skammt því skipið er statt rétt suðvestur af Heimaey við veiðarnar.