Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað 15 sinnum út af neyðarlínunni á síðasta ári en í flestum tilvikum var um minniháttar tjón að ræða. Af þessum útköllum voru þrjú vegna bruna í bílhræjum og öðru drasli við Sorpu. Þá sinnir Slökkvilið Vestmannaeyja ýmsum öðrum störfum s.s. heimsóknir í fyrirtæki og skóla, eftirlit með löndun á eldsneyti og eldvarnaeftirlit. Þetta kemur fram í ársskýrslu slökkviliðsins sem má lesa hér að neðan.