Selfyssingar unnu í kvöld stórsigur á ÍBV, 35:18, í viðureign Suðurlandsliðanna í 1. deild karla í handknattleik sem fram fór á Selfossi. Staðan í hálfleik var 19:6, heimamönnum í vil. Þeir komust með sigrinum að hlið Gróttu á toppi 1. deildar með 18 stig en ÍR er í þriðja sæti með 16 stig. Selfyssingar hafa leikið 12 leiki en hin tvö liðin 11 leiki hvort.