Bjarni Sighvatsson var í dag útnefndur sem Eyjamaður ársins 2008 af vikublaðinu Fréttum. Fréttir hafa um árabil veitt svokallaðan Fréttapýramída til handa þeim sem þykja skara fram úr í samfélaginu hverju sinni. Bjarni hafði forystu í því að kaupa sneiðmyndatæki og fleiri smærri tæki á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja að fjárhæð um 30 milljóna króna. Hann bætti svo um betur ári síðar og gaf stofnuninni, ásamt fjölskyldu sinni, 30 rafdrifin sjúkrarúm og náttborð.