Búið er að draga saman lið í spurningakeppninni „Gettu betur“. Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands keppir við Menntaskólann Hraðbraut mánudaginn 12. janúar kl. 20:30.


Lið FSu er skipað þeim Stefáni Hannessyni, Kára Úlfssyni og Ólafi Yngva Ólasyni, en þess má til gamans geta að hann er fjórði keppandinn af Sandvíkurkyni sem tekur þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FSu.