Hermann Hreiðarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu vinnur sem kunnugt er í því að komast í burtu frá bikarmeisturum Portsmouth og vonast hann til að finna sér nýtt lið áður en mánuðurinn er allur. Enska blaðið Daily Mail greinir frá því í morgun að Hermann sé með tilboð frá enska 1. deildarliðinu Reading og þá greinir Mirror frá því að skoska meistaraliðið Celtic vilji fá Eyjamanninn í sínar raðir.