MAGNÚS Skúlason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), segir starfsfólk hafa lýst miklum áhyggjum af áhrifum breytinganna á skurðlæknis- og fæðingarþjónustu.

»Það er þungt hljóð í fólki út af þessu,« segir hann en með því að leggja af kvöld- og helgarvaktir á skurðstofunni á Selfossi gæti enginn fæðingarlæknir verið á vakt á þessum tíma. »Annars á eftir að útfæra þetta nánar og vinnuhópar eru núna að störfum.

Öll vaktavinna á sjúkrahúsinu og í heilsugæslunni er til endurskoðunar,« segir Magnús.