Guðni Ágústson, fyrrverandi formaæður Framsóknarflokksins, er síður en svo á förum úr sínum gamla flokki. Hann mun verða á meðal fyulltrúa á flokksþingi um helgina þegar flokknum verður kosin ný forysta.

Guðni hefuir ekki gefið upp afstöðu sína til formannsefna en víst er að hann styður ekki Pál Magnússon, sem er einn af höfuðfjendum Guðna í flokknum. Ekki er ólíklegt að hann leggi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni liðsinni en stuðningur gamla formannsins mun hafa mikið að segja varðandi úrslit.