Leppar og leynifélög

Hrun íslensks efnhagslífs er sjálfsagt flestum Íslendingnum ofarlega í í huga. 30 menn og 3 konur eru helstu áhrifavaldar þess, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrverandi bankastjóra í Eyjum. Þá hefur Jón Sullenberger verið gagnrýnin á helstu útrásarvíkingana, og hefur bent á margt vafasamt við þeirra viðskipti. Hann sendi okkur þetta myndband, og það þarfnast ekki […]

Lækka útgjöld til stjórnmálaflokka fyrst

Sem viðbót við fyrri sparnaðartillögur mínar er hér næsta tillaga um hvar þjóðin gæti sparað : Tillaga 3 er að fella niður eða lækka verulega styrki til stjórnmálaflokka, en þangað renna víst nokkur hundruð milljónir á hverju ári af almannafé. Nú í kreppunni eru þessi útgjöld hreinlega arfavitlaus. A.m.k. ætti fyrst að spara þar áður […]

Komnir með um 600 tonn af laxsíld

Huginn VE, sem nú er á tilraunaveiðum á laxsíld eða norrænni gulldeplu, er kominn með um 600 tonn í lestar skipsins og landar aflanum væntanlega til bræðslu í Vestmannaeyjum á morgun, þriðjudag. Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri í þessari ferð segir veiðarnar gangi hægt, einungis sé hægt að kasta meðan birtu nýtur við. (meira…)

Kona flutt til Reykjavíkur eftir að karlmaður veittist að henni

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem varð að morgni 10. janúar fyrir utan veitingastaðinn Lundann. Karlmaður lagði hendur á konu með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig og lenti með hnakkann í götunni. Konan fékk höfuðáverka og var flutt til Reykjavíkur þar sem hún var lögð inn á sjúkrahús. Hún mun ekki […]

�?riggja bíla árekstur á Strembugötunni

Nú rétt eftir hádegi varð þriggja bíla árekstur á Strembugötunni. Ekki var um alvarlegan árekstur að ræða og litlar skemmdir urðu á bílunum en áreksturinn varð með þeim hætti að bíll sem var á leið upp brekkuna, missti hraðann, rann aftur á bak og á bíl sem þar var. Sá bíll skall svo á þriðja […]

Samband sunnlenskra sveitarfélaga ekki sátt við hagræðinguna

Stjórn sambands sunnlenskra sveitarfélaga lýsti yfir óánægju sinni með hagræðingu í heilbrigðiskerfinu á fundi sínum síðastliðinn föstudag. Stjórn SASS segir aðgerðirnar í hróplegri mótsögn við þá stefnu ríkisvaldsins að fjölga beri opinberum störfum á landsbyggðinni ef þess er kostur. Ályktunina má lesa hér að neðan. (meira…)

Funda í Eyjum á miðvikudag

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur í fundarherferð dagana 8. – 17. janúar. Haldnir verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið þar sem Evrópumálin verða rædd. Á fundunum munu Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, kynna starf Evrópunefndar og leita eftir sjónarmiðum fólks um land allt. (meira…)

Fundarherferð Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur í fundarherferð dagana 8. – 17. janúar. Haldnir verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið þar sem Evrópumálin verða rædd. Á fundunum munu Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, kynna starf Evrópunefndar og leita eftir sjónarmiðum fólks um land allt. (meira…)

Reading eða Portsmouth?

Tony Adams knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth leggur nú hart að Hermanni Hreiðarssyni, landsliðsfyrirliða Íslands, að hætta við þau áform sín að ganga til liðs við 1. deildarliðið Reading. Til stóð að Hermann færi í læknisskoðun hjá Reading í dag og myndi í framhaldi af því skrifa undir samning við félagið en því hefur verið slegið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.