Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur í fundarherferð dagana 8. – 17. janúar. Haldnir verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið þar sem Evrópumálin verða rædd. Á fundunum munu Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, kynna starf Evrópunefndar og leita eftir sjónarmiðum fólks um land allt.