Huginn VE, sem nú er á tilraunaveiðum á laxsíld eða norrænni gulldeplu, er kominn með um 600 tonn í lestar skipsins og landar aflanum væntanlega til bræðslu í Vestmannaeyjum á morgun, þriðjudag. Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri í þessari ferð segir veiðarnar gangi hægt, einungis sé hægt að kasta meðan birtu nýtur við.