Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem varð að morgni 10. janúar fyrir utan veitingastaðinn Lundann. Karlmaður lagði hendur á konu með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig og lenti með hnakkann í götunni. Konan fékk höfuðáverka og var flutt til Reykjavíkur þar sem hún var lögð inn á sjúkrahús. Hún mun ekki vera alvarlega slösuð en málið er í rannsókn.