Sem viðbót við fyrri sparnaðartillögur mínar er hér næsta tillaga um hvar þjóðin gæti sparað : Tillaga 3 er að fella niður eða lækka verulega styrki til stjórnmálaflokka, en þangað renna víst nokkur hundruð milljónir á hverju ári af almannafé. Nú í kreppunni eru þessi útgjöld hreinlega arfavitlaus. A.m.k. ætti fyrst að spara þar áður en sparað er á sjúklingum í þessu landi, eins og nú lítur út fyrir.