Nú rétt eftir hádegi varð þriggja bíla árekstur á Strembugötunni. Ekki var um alvarlegan árekstur að ræða og litlar skemmdir urðu á bílunum en áreksturinn varð með þeim hætti að bíll sem var á leið upp brekkuna, missti hraðann, rann aftur á bak og á bíl sem þar var. Sá bíll skall svo á þriðja bílnum. Engin slys urðu á fólki.