RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram endurskoðað fjárlagafrumvarp fyrir árið 2009 þar sem mikill niðurskurður er boðaður í heilbrigðiskerfinu. Það er vert að skoða þau langtímaáhrif sem skerðingin getur haft á heilsu og heilbrigði landsmanna og hvort hún skili hagnaði í raun. Fljótt á litið virðist þetta eingöngu tilfærsla á fjármunum og verkefnum en ekki sparnaður. Heilbrigðisstofnun Suðurlands fer ekki varhluta af þessum sparnaði frekar en aðrar stofnanir í landinu.