Á fundi bæjarráðs í dag voru málefni Heilbrigðisstofnunarinn í Vestmannaeyjum ofarlega á baugi en bæjarráð bendir ríkisyfirvöldum enn og aftur á landfræðilega sérstöðu Vestmannaeyja og minnir á að ferðatíminn milli Vestmannaeyja og Selfoss eru fjórir klukkutímar við núverandi samgöngur. Þannig yrði fyrirhuguð sameining Heilbrigðisstofnana á suðurlandi þjónustuskerðing fyrir Eyjamenn. Þá kemur fram í svari heilbrigðisráðherra að fundur sé fyrirhugaður í byrjun febrúar þar sem ræða á um gerð þjónustusamninga um rekstur sjúkrahússins. Ályktanirnar má lesa hér að neðan.