Sex stór fjölveiðiskip, sem í venjulegu árferði væru byrjuð loðnuveiðar, hafa gefið þær veiðar upp á bátinn í bili að minnsta kosti, og eru farin til kolmunnaveiða suður af Færeyjum. Tvö skip, Jón Kjartansson og Aðalsteinn Jónsson, eru þegar búin að landa fullfermi á Eskifirði og farin aftur út, en um það bil sólarhring tekur að sigla á miðin.