ÍBV Íþróttafélag var stofnað undir lok ársins 1996 þegar að Týr og Þór voru lögð niður. Undirritaðir hafa ekki orðið var við nokkuð annað innan félagsins en að þar rói allir sama báti í góðum takti. Vissulega er það þannig að deildirnar vilja fá meiri peninga í sinni rekstur frá aðalstjórn félagsins, slíkar kröfur eru eðlilegar hjá þeim sem eru að berjast að ná í sem mest af peningum en aðalstjórn gætir ávallt að jafnræðinu, ef peningar eru til á annað borð sem reyndar lítið hefur verið af undanfarin ár og því hefur úthlutunarvandamál aðalstjórnar í raun verið lítið.