Vegna umfjöllunar á vef eyjafrétta fyrr í dag vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Það er mikil einföldun hjá varaformanni félagsins að stilla vandamálum félagsins upp sem ríg á milli handbolta og fótbolta. Með því er hann að beina athyglinni frá raunverulegum vandamálum félagsins sem er rekstur aðalstjórnar og framkvæmdastjórn ÍBV. Það er súrt að sitja undir því að rígur eða ósætti deildanna og þeirra sjálfboðaliða sem þar starfa sé rót vandans. Því fer svo fjarri.