Tony Adams knattspyrnustjóri Portsmouth kom fram í enskum fjölmiðlum í morgun og útilokaði að Hermann Hreiðarsson fái að fara frá félaginu í janúar. Hermann hefur verið óhress með fá tækifæri í liðinu og vill fara annað. Hann hefur verið sterklega orðaður við Reading en nú virðist sem hann fái ekki að fara frá félaginu eftir allt saman og verði að ljúka tímabilinu hjá Portsmouth.