Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt í deilu fyrrverandi hjóna um stofnfjáreign í Sparisjóði Vestmannaeyja, sem ekki var getið í skiptasamningi þegar hjónin skildu árið 2004. Þá var stofnfjáreignin talin verðlaus en vísbendingar eru um að verðmæti hennar kunni nú að hlaupa á tugum milljóna króna.