Frjálslyndi flokkurinn hélt fund á Kaffi Kró í gærkvöldi en þangað mættu Grétar Mar Jónsson, alþingismaður og Kolbrún Stefánsdóttir, ritari flokksins. Fundarmenn voru ekki ýkja margir en Grétar Mar kom víða við á fundinum. Hann byrjaði á að ræða um fund í efnahags- og skattanefnd, sagði frá því hvað væri verið að gera og hversu erfið staðan væri.