Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að auka fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins. Þannig tekur KSÍ nú á sig ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2009 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA bikarsins. Um leið falla niður gjöld félaganna í jöfnunarsjóð. Þá verður framlagi til liða í efstu tveimur deildum Íslandsmóts karla, sem undirgangast leyfiskerfið hækkað úr 250 þúsund í 500 þúsund krónur. Þá mun nýr sjónvarpsréttasamningur skila auknum tekjum til aðildarfélaga. Tilkynningu KSÍ má lesa hér að neðan.