Í gærkvöldi var tilkynnt hver væri Íþróttamaður ársins 2008 hjá ÍBV-héraðssambandi. Andri Ólafsson, knattspyrnumaður varð fyrir valinu en Andri var einn af burðarrásum ÍBV-liðsins sem vann 1. deildina síðasta sumar og vann sér um leið sæti í úrvalsdeild. Þá var einnig útnefndur Íþróttamaður æskunnar og fyrir valinu varð kylfingurinn Hallgrímur Júlíusson, en Hallgrímur hefur undanfarin tvö ár sankað að sér titlum.