Eygló Harðardóttir var nú fyrir skemmstu kjörin ritari Framsóknarflokksins með miklum meirihluta atkvæða eða tæplega 73%. Velti hún þar sitjandi ritara úr sæti en það var Sæunn Stefánsdóttir. Eygló er þingmaður flokksins en hún tók sæti á þingi þegar Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku.