Karlalið ÍBV lék í dag gegn ungmennaliði Hauka í 1. deild karla í handbolta. Úr varð hörkurimma þar sem sjaldnast skildu meira en eitt til tvö mörk að en þó voru gestirnir úr Hafnarfirði yfir lengst af í seinni hálfleik. Í stöðunni 25:25 fengu bæði lið tækifæri til að skora sigurmarkið en hvorugu liði tókst það og niðurstaðan því jafntefli.