Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilaði um helgina tvo æfingaleiki. Fyrst lék aðallið ÍBV gegn Víkingi frá Ólafsvík í gær og unnu Eyjamenn öruggan sigur, 3:0. Bjarni Rúnar Einarsson skoraði fyrsta markið en annar tveggja nýrra framherja ÍBV, Viðar Örn Kjartansson skoraði næstu tvö. Í dag lék svo varalið ÍBV gegn Þrótti Vogum.