Það var mögnuð þátttaka á 11 opnum fundum í jafn mörgum bæjarfélögum í Suðurkjördæmi um miðjan desember. Liðlega 1.000 manns sóttu fundina þar sem nær 100 ræðumenn komu við sögu. Fundirnir voru haldnir í Þorlákshöfn, Sandgerði, Garðinum, Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Á hverjum fundi töluðu 8 til 10 forsvarsmenn helstu fyrirtækja í hverju bæjarfélagi auk bæjarstjóra hvers bæjarfélags. Fundarmenn voru að jafnaði um 80 til liðlega 100 fundargesta.