Nú liggur fyrir nánari tímasetning á varahluti fyrir veltiugga Herjólfs en ugginn á skipinu bilaði um miðjan nóvember á síðasta ári. Varahlutirnir verða tilbúnir í enda apríl en Guðmundur Pedersen, hjá Eimskip telur að viðgerðin komi til með að taka þrjá til fjóra daga.