Frá miðju ári 2008 hefur verið starfandi starfshópur sem hefur unnið að stofnun starfsendurhæfingar í Vestmannaeyjum. Að hópnum koma fulltrúar helstu hagsmunaaðila: Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð, Vestmannaeyjabær, Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum auk fulltrúa stéttarfélaga og atvinnulífsins í Vestmannaeyjum. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands vann framanaf náið með starfshópnum að framgangi verkefnisins.