Enn er talsvert af síld í höfninni í Vestmannaeyjum en síldin virðist koma og fara með reglulegu millibili. Fuglar í Vestmannaeyjum hafa nýtt sér síldina en í gær var mikið sjónarspil í Klettsvík, austast í innsiglingunni þegar súlur í hundraða tali, köstuðu sér á síldina með tilheyrandi sjónarspili. Talsvert hefur verið um súlukast við Eyjar undanfarna daga en líklega aldrei verið eins mikið og í gær.