Héraðsdómur Suðurlands staðfesti í dag fullan eignarrétt Orkuveitu Reykjavíkur að landsvæðum sem Orkuveitan hefur keypt úr níu jörðum í sveitarfélaginu Ölfusi. Héraðsdómur felldi þar með úr gildi að hluta úrskurði óbyggðanefndar frá 31. maí 2006 sem hafði úrskurðað landsvæðin þjóðlendur.