Í dag, milli 17 og 19 verður Grunnmenntaskólinn kynntur í húsi Visku að Strandvegi 50. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir fólk sem hefur stutta skólagöngu að baki. Tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms og auðvelda fólki að takast á við ný verkefni.