Nú undir kvöld urðu hafnarverðir í Vestmannaeyjahöfn varir við stóran hval í Vestmannaeyjahöfn. Eins og gefur að skilja hefur ekki sést nægilega vel til hvalarins til að greina tegundina en þeir sem hafa orðið hans varir, telja að um stórt dýr sé að ræða. Blaðamaður fór á staðinn, sá ekki dýrið en heyrði greinilega í því þegar það blés.