Ársþing KSÍ verður haldið 14. febrúar næstkomandi en þá er m.a. kosið í stjórn sambandsins. Tveir Eyjamenn hafa verið í stjórn KSÍ, Jóhannes Ólafsson, Eyjamaður hefur verið varamaður undanfarin ár en varamenn eru kosnir í eitt ár í senn. Þrír varamenn eru í stjórn KSÍ, þrír hafa boðið sig fram sem varamenn í aðalstjórn og er Jóhannes einn þeirra. Einar Friðþjófsson hefur verið landshlutafulltrí Suðurlands undanfarin ár en allir landsfjórðungarnir eiga einn fulltrúa.