,,Það er ekkert nýtt að frétta af loðnunni ennþá. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er að leita suðaustan við landið eftir ábendingum frá skipum, sem orðið hafa vör við loðnu, en ekkert stórt hefur fundist. Þeir eru núna rétt ofan við Hvalbakshallið, ætla að skoða Breiðdalsgrunnið og fara svo dýpra þar sem megingangan gæti legið. “