Svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu fékk um kl 19:30 beiðni frá lögreglu um að svipast um eftir 3 einstaklingum sem höfðu farið á 2 sleðum og ætlað á Skjaldbreið. Fólkið fór af stað um kl 14:00 og ætlaði að vera í 2 tíma en ekkert hafði spurst til þeirra þegar beiðnin barst.
Kallaðar voru út sveitir í Hveragerði, Grímsnesi, Laugarvatni, Biskupstungum og á Flúðum með vélsleða og jeppa.