Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um Lúðvík Berginsson alþingismann og formann þingflokks Samfylkingarinnar, í dag sunnudag. Þar hafnar Jóhanna því að fjármál Lúðvíks hafi komið í veg fyrir að hann fengi úthlutað embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í minnihlutastjórn Jóhönnu.