Ingigerður Sæmundsdóttir, verkefnastjóri í Reykjanesbæ og fyrrum blaðamaður á Víkurfréttum, ætlar að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Ingigerður ætlar að sækjast eftir 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram á fréttavef Víkurfrétta.