Fjölveiðiskipin eru aftur byrjuð gulldepluveiðar suður af landinu eftir brælu í gær. Að minnsta kosti þrettán skip eru nú á Grindavíkurdýpi og fara brátt að berast aflatölur. Sú nýbreytni er við þessar veiðar að nú meta sjómenn aflann í rúmmetrum, fremur en tonnum, eins og vaninn hefur verið.