Ef borin eru saman síðasta heila ár Sjálfstæðisflokksins í samgöngu­ráðuneytinu, 2006, og fyrsta heila ár Samfylkingarinnar í sama ráðu­neyti, 2008, má sjá að framlög til almenningssamgangna hafa nánast tvöfaldast. Árið 2006 fóru um 303 milljónir í að styrkja flug og siglingar milli lands og Eyja en á árinu 2008 voru það um 590 milljónir. Með þessu freista ég þess að fá sem bestan samanburð vegna þess að erfitt er að bera saman ár þar sem ráðherra­skipti verða.