Vestmannaeyjabær býður upp á ódýrustu þjónustu við skólabörn á landinu þegar kemur að skóladagvistun og hádegisverði grunnskólabarna. Alþýðusamband Íslands stóð fyrir samanburði á verði í báðum tilvikum en samanburður getur verið flókinn þar sem allskonar systkinaafsættir eru í gangi og mismunandi hvað innifalið er í verði. Fyrir eitt barn greiða foreldrar í Vestmannaeyjabæ minnst á landinu, 15.561 krónu en hæst er greitt í Garðabæ, 28.539 krónur. Mismunurinn er 183%.