Síðar í þessum mánuði verður úthlutað öðru sinni úr Ferðasjóði íþróttafélaga, en fyrst var úthlutað úr honum í fyrra. Það er ríkissjóður sem greiðir í þennan sjóð og í fyrra var 30 milljónum króna úthlutað en í ár verða það tæpar 60 milljónir. Umsóknir í sjóðinn í fyrra námu ríflega 200 milljónum og sótt er um rúmar 300 milljónir króna fyrir ferðalög síðasta árs.