Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur verið tvístígandi varðandi framboð í vor. Hann er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en þykir hafa verið álíka sjaldséður þar og hvítur hrafn. En nú hefur hann fengið kjarkinn og stefnir á fyrsta sætið þar sem hann þarf að keppa við Árna Johnsen.