Í gærkvöldi kom Kap VE með um 400 tonn af loðnu sem var landað í Vinnslustöðinni. Loðnuna fengu skipverjar í þremur köstum en kastað var við Alviðru í tvígang sem litlu skilaði. Þriðja kastið var reynt vestur að Vík og það var gott en Kap þurfti að gefa frá sér um 300 tonn þar sem þeir máttu ekki koma með meira en 400 tonn í land.