Kvenfélagið Líkn var stofnað 14. febrúar 1909 og er því hundrað ára um þessar mundir. Líkn hefur frá stofnun félagsins unnið að ýmsum líknar- og félagsmálum, gefið ­fjölda tækja og búnað til sjúkra­hússins ásamt því að styðja einstaklinga sem eru illa staddir félags- eða fjárhagslega.
Líkn stendur fyrir Líknartónleikum í Höllinni föstudaginn 13. febrúar í tilefni af hundrað ára afmælinu.