Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins Drífanda vill að staðið verði við launaþátt núgildandi kjarasamninga. Önnur stéttarfélög hafa undanfarið ályktað að ekki eigi að standa við fyrirhugaðar launahækkanir fyrr en í sumar en stjórn og trúnaðarráð Drífanda telur mikilvægt að staðið verði við, af hálf vinnuveitanda, þá hófstilltu launahækkun sem koma á til framkvæmda 1. mars. Ályktun Drífanda má lesa hér að neðan.