Við ættum að byrja á því að ákveða hverslags þjóð við ætlum að vera. Margir tala um Nýja Ísland en þá verðum við líka að spyrja: Hvernig Ísland? Við getum nálgast viðfangsefnið eins og fyrirtæki sem setur sér markmið, framtíðarsýn og gildi. Mitt Ísland einkennist af frumkvæði og drifkrafti einstaklinga en þar býr vel menntuð þjóð sem starfar saman að sameiginlegum markmiðum um að búa samfélaginu bestu lífsskilyrði í heimi.