Um klukkan 19.15 í gærkvöldi barst lögreglu og slökkviliði tilkynning um mikla sprengingu við loðnubræðslu við höfnina og mikinn reyk. Tvær loðnubræðslur eru við höfnina í Vestmannaeyjum og talsverð vegalengd á milli þeirra. Í ljós kom að sprengingin varð í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins en ekkert tjón varð og engum varð meint af.