Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra og varaþingmaður, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún óskar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjörinu. Unnur Brá er 34 ára gömul og er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands en auk þess hefur hún stundað nám í opinberri stjórnsýslu (MPA).